Giftingahringurinn horfinn og komin með annan mann á arminn

Britney Spears(41) hefur ekki gengið með giftingarhringinn sinn í nokkra daga. Hún sást svo á dögunum með ónefndum manni á Puerto Rico. Voru þau á Starbucks og pöntuðu sér drykki og maðurinn talaði spænsku.

„Hann pantaði og þau fóru saman á bíl þegar þau fóru,“ sagði heimildarmaður PageSix.

Send var fyrirspurn á talsmann Britney og sem ekki var svarað og talsmaður Sam Asghari, eiginmanns Britney, vildi ekki koma með neinar athugasemdir varðandi þetta.

Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því á Page Six að það væru greinilega vandræði hjá þeim Britney og Sam og að það hefðu náðst myndir af þeim báðum á giftingahringanna. Sam hafði verið á vappi í Los Angeles án hringsins en talsmaður hans sagði að hann hefði verið að vinna við tökur og þess vegna þurft að taka hringinn af sér.

Hvorugur talsmaður hjónanna vildi meina að eitthvað væri að í hjónabandinu og Britney hafi farið í frí án Sam af því að hann þurfti að vinna.

SHARE