Giftist sjálfri sér með pomp og prakt á afmælisdaginn

Yasmin Eleby, sem er fertug að aldri, stóð við áragamalt loforð sitt nú fyrir nokkrum dögum síðan og gekk í hjónaband með sjálfri sér við hátíðlega athöfn; en móðir hennar gekk og dansaði með Yasmin upp að altarinu.

Loforðið sem Yasmin var að efna var sú ákvörðun að ganga ein upp að altarinu, hefði hún ekki enn fundið lífsförunaut sinn um fertugt. Stúlkan sú tvínónaði ekki við hlutina þegar stóri dagurinn nálgaðist, heldur tilkynnti fjölskyldu og vinum að hún ætlaði sér að sjá um þetta sjálf, hún væri hætt að bíða eftir maka og fylgdi þeirri ákvörðun eftir.

.

1656297_10205121936720964_6531187999984358416_n

Yasmin ásamt móður og systrum sínum á stóra daginn / Facebook

.

Það kom í hlut systur Yasmin, sem er prestur, að gefa brúðina sjálfri sér við afar táknræna og andlega þenkjandi athöfn, en fjölskyldan er búsett í Texas. Þar sem bandarísk lög leyfa ekki að einstaklingur giftist sjálfum sér, var athöfnin einungis táknræn og hefur ekkert lagalegt gildi.

.

10922371_10205121938161000_8589030186548914269_o

Móðir Yasmin leiddi hana dansandi upp að altarinu / Facebook 

Við athöfnina Yasmin klæddist purpuralitum síðkjól og umkringd vinum játaðist hún þannig sjálfri sér við kertaljós og fagurt undirspil. Sór Yasmin þannig þann eið að virða, elska og umbera sjálfa sig allt fram til síðasta dags, rétt eins og brúðhjón gera gjarna á stóra daginn.

.

10363812_10205121910560310_7559695196868836720_n

Athöfnin var afar táknræn en hér má sjá Yasmin ásamt brúðarmeyjunum / Facebook

.

En það er ekki allt. Yasmin er þegar lögð af stað í brúðkaupsferð og hefur ferðalagið í Laos, hyggur á ferð til Kambódíu í framhaldinu og lýkur eigin hveitibrauðsdögum á jazztónleikum í Dubai.

Á Facebook greinir Yasmin meðal annars frá afleiðingum þeirrar afdrifaríku ákvörðunar að ganga í hjónaband með sjálfri sér þegar fertugsafmælið rann upp:

Ég er að framkvæma svo margt sem mig dreymdi um áður og hélt að ég myndi aldrei áorka. Ég hvet ykkur öll til að breiða út vængina og hefja ykkur til flugs! Þið eruð ekki of gömul og það er ekki orðið of seint til að prófa eitthvað nýtt; læra nýja iðn, ferðast til fjarlægra staða … ekki vera hrædd við að taka áhættu. Þakka ykkur öllum enn og aftur fyrir; ykkur öllum sem gerðuð ykkur far um að hjálpa mér að halda upp á fertugsafmælið mitt!

Cosmo / Black Art In America

Tengdar greinar:

You & I: John Legend með 1000 vasaklúta óð til allra kvenna

Ótrúlega fallegt indverskt brúðkaup – Myndir

Leiðin að hamingjunni?

SHARE