Giftu sig í gömlum rústum á Íslandi

Þegar Jeremy og Rachelle settust niður til að plana brúðkaupið sitt varð þeim ljóst hversu mikill kostnaður yrði við þetta allt saman. Þau voru að hugsa um þetta allt þegar Rachelle sagði allt í einu: „Af hverju giftum við okkur ekki á Íslandi í staðinn?“

Nokkrum vikum síðan voru Jeremy og Rachelle komin í húsbíl á ferð um Ísland. Þau fóru á jökla, undir fossa, út í móa, á hestbak og í heita hveri. Þau leituðu að rétta staðnum til að gifta sig á.

Sjá einnig: 10 ástæður fyrir því að það er gott að gifta sig

Dag einn fundu þau svo staðinn sinn. Þau giftu sig þar sem einu sinni hafði staðið kirkja sem stóð af sér eldgos en hraunið fór sitthvorum megin við kirkjuna og hún stóð eftir heil (í Ögmundarhrauni?). Þau fóru með heit til hvors annars, skiptust á hringum, alein, með náttúruna eina sem vitni. Þau kysstust og föðmuðust og hoppuðu svo upp í bílinn sinn og héldu ævintýri sínu áfram.

Þau borguðu flug fyrir ljósmyndarann sinn, Troy og hann tók myndir af þeim í lok ferðarinnar.

Instagram Jeremy

Sjá einnig: Kom ekkert annað til greina en að gifta sig á Íslandi – Myndband

Sjá einnig: Þau voru ekki sammála um hvar þau ættu að gifta sig, þannig að þau gerðu þetta í staðinn

SHARE