Eign vikunnar: Glæný og spennandi á Seltjarnarnesi

Þessi sérlega glæsilega íbúð er við Hrólfsskálamel á Seljarnarnesi.  Um er að ræða nýtt vandað 3ja hæða íbúða lyftuhús á glæsilegum  útsýnisstað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. 

Húsið er hannað af T.ark ehf og byggt af Stólpum ehf. Bílakjallari er undir húsinu og fylgir stæði þessari íbúð.

Nútímaþægindi og kröfur hafðar í fyrirrúmi við hönnun íbúðanna og það er stutt í alla þjónustu.

IMG20062

Innréttingar eru íslensk sérsmíði frá Brúnás og borðplötur eru úr steini. Eldunareyjar eru í flestum íbúðum, spanhelluborð, blástursofn með sjálfhreinsibúnaði og háfur.

IMG20058 IMG20064

Fataskápar eru íslensk sérsmíði frá Brúnás.

IMG20052

Gólf verða ílögð og rykbundin, án megin gólfefnis. Gólf á baðherbergjum og þvottahúsum verða flísalögð. Flísalagður sturtubotn er hluti af baðgólfi.

IMG20057

Staðsteyptir og hlaðnir veggir verða pússaðir, spartlaðir og málaðir. Sama gildir um létta innveggi. Veggir á baðherbergjum verða flísalagðir í tæplega hurðarhæð. Veggir í þvottahúsum verða málaðir.

IMG20059 IMG20066 IMG20063

Rofar og tenglar verða settir upp í samræmi við raflagnateikningar. Lýsing í íbúðum verður í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum. Mynddyrasími fylgir og verður settur upp og tengdur. Raftæki í eldhúsi eru af Siemens gerð. 

Íbúðir eru að fullu hitaðar upp með miðstöðvarofnum. Í baðherbergjum verða handklæðaofnar.

IMG20051 IMG20060

 

*ATH! Myndir sem tengdar eru við íbúðina eru ekki endilega innan úr viðkomandi íbúð. Þær geta verið af íbúð á einhverri annarri hæð hússins eða spegilmynd íbúðarinnar!

Nánari upplýsingar á Borg fasteignasölu s: 519-5500/ fastborg@fastborg.is  Héðinn B. Ásbjörnsson löggiltur fasteignasali í síma: 8484806 / 519-5500 hedinn@fastborg.is  hjá BORG fasteignasölu.

fastborg

 

 

SHARE