Glæsileg eign með hesthúsi og refahúsi

Hver hefur ekki látið sig dreyma um sveitasæluna og kyrrð og ró í félagsskap náttúrunnar. Nú getur sá draumur orðið að veruleika því nú er komið á sölu 108 fermetra íbúðarhús sem var byggt árið 1973. Húsinu fylgir 140 hektara jörð, íbúðarhús, hesthús og refahús.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað á seinustu 8 árum og klætt að utan með liggjandi bárujárni og timburklæðningu.

burfell1

Eldhús er stórt og opið með nýlegri, sprautulakkaðri innréttingu og góðu skápa- og vinnuplássi, gert er ráð fyrir tveim uppþvottavélum.

burfell13

Borðstofan er rúmgóð og gefur auðveldlega pláss fyrir borð fyrir allt að 20 manns. Skemmtileg vinnuaðstaða hefur verið sett upp tengd eldhúsi.

burfell17

 

Baðherbergi er endurnýjað með flísum í hólf og gólf, gólfhita og stórum sturtuklefa með glervegg.

burfell19

Hjónaherbergi er rúmgott með skápum, góðir skápar eru á gangi við svefnherbergi og tvö barnaherbergi. Þvottahús sem hægt er að nota sem geymslu er staðsett við bakdyra-inngang, þar er tengt fyrir þvottavél og þurrkara. Takið eftir gólfinu sem er unnið úr rekavið.

Sjá einnig: Stórglæsilegt einbýlishús í Kópavoginum

 

Hesthúsið er 160 fermetrar, innréttað fyrir 10 hesta sem tekur helminginn af húsinu, hinn helmingurinn er notaður til smíða, viðgerða á vélum o.fl. Hestagirðingar eru góðar, sultarhólf og gott gerði.

Sjá einnig: Hús á rótgrónum stað í Kópavogi

Refahúsið sem er samtals 736 fm., var byggt 1985-6, það hefur ekki verið endurnýjað að ráði en það er stórt og býður upp á marga möguleika. Þetta er skemmtileg staðsetning með fallega gróinni fjallshlíð, góðu berjalandi og Reykjadalsá er við túnfótinn. Einnig er stutt í Reykholt, Húsafell, Barnafossa, Hraunfossa, Kleppjárnsreyki og Deildatungunguhver svo eitthvað sé nefnt.

Sjáðu allar myndirnar hér:

Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra í s. 777-2882 eða thora@fastborg.is

SHARE