Glasamotta þarf ekki að vera bara glasamotta.

 

Ég elska, elska, elska þessar glasamottur. Ég fékk 6 stykki fyrir 10 krónur í Rúmfatalagernum og með mitt hugmyndaflug þá er aldrei að vita hvað maður getur búið til.

Hérna eru 2 hugmyndir. Bekkjasystir sonar míns bauð í afmæli og ég ákvað að gera skilti með nafninu hennar.

Ég málaði glasamotturnar ljósbláar og notaði uppáhalds aðferðina mína til að láta stafina hennar á skiltið með hvítum paint marker en ég elska þá. (þið getið rifjað upp aðferðina  hérna)

Svo límdi ég borða aftan á skiltið, bjó til slaufu efst og festi hring af gosdós aftan á slaufuna svo að vinkonan gæti hengt upp nýja skiltið sitt.

Hérna er svo önnur hugmynd.

Ég málaði 4 mottur svartar og þurrmálaði þær svo hvítar. Svo notaði ég sömu aðferð og setti upphafsstafi okkar fjölskyldunnar á skiltin/glasamotturnar, boraði 2 göt í hvora glasamottu fyrir sig og þræddi tvinna í gegn. Þannig, eins og þið sjáið, það eina sem stoppar er hugmyndaflugið.

 

SHARE