Glee leikkonan Naya Rivera sleit trúlofun sinni við rapparann Big Sean en þau eru sögð hafa verið önnum kafin síðastliðnar vikur við að skipuleggja væntanlegt brúðkaup sitt. Þessar fréttir koma mörgum á óvart en það fara þó tvennar sögur af því hver sleit trúlofuninni en slúðurtímaritið Star birti nýlega frétt um það að Big Sean hafi haldið framhjá Naya og í kjölfarið hafi hún endað trúlofunina.

Barnastjarnan Amanda Bynes var lögð inn á spítala í júlí í fyrra vegna afbrigðilegrar hegðunar og í kjölfar fóru af stað orðrómar um að leikkonan væri með geðklofa og tvískautaröskun. Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur nú tjáð sig um málið en hún segir að ástæðan fyrir einkennilegri hegðun Amöndu hafi verið vegna maríjúna notkunar ekki vegna meintra geðsjúkdóma.

1397078786_spl671701_010_amanda-bynes-zoom
Nokkrir leikarar og módel tjáðu sig opinberlega um það hversu óánægð þau væru með það að Kim Kardashian prýddi apríl útgáfu Vogue nú fyrir stuttu. Þá þótti þeim Kim ekki vera nógu virðuleg og bentu á að hún væri bara raunveruleikastjarna.
Anna Wintour ritstjóri blaðsins þarf þó ekki að hafa neinar áhyggjur að þessi orð hafi slæm áhrif á tímaritið því áætlað er að blaðið muni seljast í fleiri eintökum heldur en þegar söngkonan Beyonce prýddi forsíðu þess. Blaðið mun þá enda sem eitt mest selda blaðið í sögu Vogue.

53454b518f890

SHARE