Glútenlausar piparkökur

Ég er að reyna að taka út glúten úr mataræði mínu og það gengur svona lala. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á hvað er glúten í mörgu öðru en BARA brauði.

Nú eru jólin handan við hornið og þá er gott að finna svona glútenlausa uppskrift af piparkökum hjá Café Sigrún.

1 tsk appelsínubörkur, rifinn fínt á rifjárni
160 g hrísmjöl (enska: rice flour)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/4 tsk bökunarsódi
1 tsk kanill
0,5 tsk negull (enska: cloves)
4 msk kókosolía
70 g rapadura hrásykur (eða annar hrásykur)
50-100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)

Aðferð

 1. Rífið appelsínubörkinn fínt á rifjárni. Gætið þess að rífa aðeins appelsínugula hlutann, ekki þann hvíta.
 2. Í stóra skál skuluð þið sigta saman; hrísmjöl, lyftiduft, bökunarsóda, kanil og negul. Bætið appelsínuberkinum út í og hrærið vel.
 3. Í aðra skál skuluð þið hræra saman kókosolíu, 50 ml af sojamjólk og rapadura hrásykri þannig að úr verð mjúk blanda. Hellið út í stóru skálina og hrærið vel. Ef deigið er mjög þurrt bætið þá meira af sojamjólk út í.
 4. Hnoðið deigið í stóra kúlu. Skiptið deiginu í 4 hluta og mótið pylsur í höndunum. Pakkið pylsunum inn í plastfilmu og setjið í ísskápinn. Geymið í klukkustund eða yfir nótt.
 5. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Skerið pylsurnar í 1-1,5 sm bita og raðið á bökunarplötuna.
 6. Mótið bitana aðeins ef þarf (þannig að þeir verði kringlóttari).
 7. Bakið við 180°C í um 15 mínútur.

Gott að hafa í huga

 • Kökurnar ættu að vera stökkar að utan og mýkri að innan.
 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
 • Athugið að smákökurnar eru bestar nýbakaðar. Frystið þær smákökur sem þið borðið ekki samdægurs og hitið svo upp síðar. Þær verða eins og nýbakaðar.

Endilega líkið við síðuna á Facebook.

SHARE