Góð nautasteik er það fallegasta sem maður sér á diskinum fyrir framan sig

Rear nautasteik með bearness sósu er gott í kroppinn.

Það er fátt eins dásamlegt, mikilvægt og gott fyrir hvern einstakling en að vera þeim kostum gæddur að geta eldað góða nautasteik. Það er ekki hægt að komast hærra í fullkomleikanum (nema kannski magavöðvarnir á Brad Pitt).

Rear nautasteik með bearness sósu er gott í kroppinn.
Rare nautasteik með bernaise sósu er gott í kroppinn.

 

Áður en þú byrjar á öllu saman, taktu 400 gr af stórum kartöflum, vefðu í álpappír og skelltu í ofn við 200 gráður, taktu tímann á þeim í c.a 40 mín

Nautakjöt: 600g

Skelltu þér nú út í góða kjötbúð eða á einhvern stað sem er flott kjötborð og keyptu c.a 600 gr af nauti, entricote, lund eða ribeye. Þegar að þú kemur heim skaltu sneiða kjötið með beittum hníf í 1 cm þykkar sneiðar, c.a 200 gr hver. Skelltu á þær salti og pipar á báðar hliðar.

Hitaðu riflaða steikarpönnu á hæsta hita og skelltu smá olífuolíu á hana, láttu olíuna brenna, muna að opna glugga og blásturinn í botn ef þú ert með svoleiðis.

Nú skaltu vera með eitthvað til að taka tímann, yfirleitt er það hægt í flestum snjallsímum nú til dags. Skelltu sneiðunum á eldheita pönnuna og taktu tímann í 2 og hálfa mínútu nákvæmlega hvora hlið, ekki hreyfa við steikinni svo að þú skemmir ekki mynstrið þetta fallega brúna grillmynstur sem er svo mikilvægt ásýndinni og fagurfræðinni við þetta allt saman.

 

Skelltu ferskt timjan á nautakjötið eftir steikingu . Það kemur smá keimur af því á meðan að þú brasar berneass ;)
Skelltu ferskt timjan á nautakjötið eftir steikingu . Það kemur smá keimur af því á meðan að þú brasar berneass 😉

Á meðan að tíminn tikkar þessar 5 mínútur (2 og hálf hvora hlið ekki klikka á því) skaltu rífa niður ferskt timjan svona lúku og strá á fat, þegar að steikurnar eru tilbúnar, skelltu þeim á ferska timjanið á láttu þær standa á meðan þú græjar bernaise sósu.

Bernaise sósa:

Ef þú vilt vera pró geturðu búið til eigin essence lög:

Essence lögur:
2 „sjarlott“laukar,
4 msk hvítvín,
4 msk estragon edik,
10 hvít piparkorn,
1 msk fersk estragon
2-3 steinseljustilkar

En það er ekkert nauðsynlegt því það er til alveg eðal essence útí búð og auðvitað inní skáp.

 

Skelltu eggjarauðum, dijon sinnepi, essenence og smá chilli dufti saman með salt og pipar.
Skelltu eggjarauðum, dijon sinnepi, essenence og smá chilli dufti saman með salt og pipar áður en hrært er saman yfir vatnsbaði.

Bræddu aðskilið 350 g af smjöri ekki hafa það heitt, bara bráðið og vertu með það tilbúið áður en þú gerir eftirfarandi:
Taktu 6 eggjarauður og skelltu í skál með 2 msk af djion sinnepi, 1/2 tsk af chilli dufti eða Cayenne pipar, 4 msk af essence legi, 1 tsk mulinn svartur pipar, 1/2 tsk salt.
Hitaðu vatn í pott sem er mátulega stór til að koma skálinni ofaní, þeyttu innihald skálarinnar þannig að það verði aðeins frauðkennt og hafðu í vatnsbaðinu þar til að innihaldið er orðið svona aðeins of heitt fyrir þumalfingurinn, taktu þá skálinn uppúr og helltu smjörinu rólega saman við og þeyttu áfram þar að þú hefur lokið að hella smjörinu ofaní. EKKI HAFA ÞETTA OF HEITT ÞVÍ ÞÁ FOKKARU ÖLLU UPP og þarft að byrja uppá nýtt.

Skelltu steik á disk, skenkaðu sósuna yfir dýrið og hafðu kartöfluna með þarna til hliðar og gúffaðu þessu í þig.

SHARE