Gömlu vöruhúsi breytt í nútímalegt heimili

Að utan lítur þetta hús út eins og hvert annað vöruhús en það er svo langt frá því að vera raunin, þegar inn er komið. Húsið var byggt um 1930 og er í Melbourne í Ástralíu. Það var notað í stríðinu sem æfingahúsnæði hersins.

Þau Mark Rubbo og eiginkona hans, Wendy, keyptu þetta hús árið 2014. Þá var húsið í raun bara skel.  Þau hafa tekið húsið algjörlega í gegn og það er nú allt annað hús. Þau leituðu til vinkonu sinnar sem er arkitekt, Maggie Edmond, og hannaði hún innviði heimilisins.

Heimildir: DailyMail

SHARE