GoPro vél kemur upp um viðbrögð hunds

Eigandanum langaði að vita hvernig hundinum leið eftir að hann var farinn til vinnu á morgnana þar sem hundurinn er haldinn aðskilnaðarkvíða á háu stigi. Hann skellti því GoPro myndavél um hálsmál hundsins til þess að taka upp líðan voffans eftir að eigandinn var farinn.

Spurningin er hvort eigandanum líði betur með að vita hver viðbrögð voffans eru en þau nísta heldur betur í hjartað. Voffi litli fer beint upp í ból húsbóndans og vælir hástöfum.

Það er ekki víst að eigandinn vogi sér nokkurntíman út fyrir hússins dyr aftur.

Tengdar greinar:

Hundur sem elskar „Let it go“

Sakbitni hundurinn snýr aftur

Hann elskar að láta baða sig!

 

SHARE