Gott hjónaband? – Nokkur atriði

Hvernig varðveitir maður hamingjuna í hjónabandinu? 

Nýlega var rannsakað hvernig fólki sem hafði farið í aðgerð á kransæðum vegnaði. Þessi rannsókn var afar áhugaverð. Í ljós kom að fólk sem bjó við hjónabandssælu lifði mun lengur eftir aðgerð en hinir sem voru hreint ekki ánægðir í hjónabandinu. Í góðu hjónabandi fær maður betri stuðning og yfirleitt lifir þetta fólk líka heilbrigðara lífi en hinir. Gott hjónaband getur verið stærsti þátturinn hvað varðar vellíðan okkar.

 

Lítum á nokkra þætti sem stuðla að vellíðan í  hjónabandi.

“Sækjast sér um líkir ” 

Ýmsar athuganir hafa leitt í ljós að því líkari sem við erum því meiri líkur eru á að hjónabandshamingjan endist. Hér virðist skipta mjög miklu  hve vel upplýst hjónin eru.  Stundum er sagt að fólk dragist að andstæðu sinni en í sannleika sagt skiptir miklu meira máli hvað fólki er sameiginlegt. Í öllum tilvikum skiptir afar miklu máli að finna farsælar lausnir á þeim málum sem upp koma hjá fólki. Einnig er tíma sem fólk notar til að gera eitthvað saman sem báðir hafa ánægju af vel varið.

Að vera jákvæður  –

Þegar hjón eru jákvæð og sýna hvort öðru ástúð uppskera þau ánægjulegt hjónaband.  Jákvæð hegðun birtist m.a. í gríni, umhyggju og því að setja sig ekki upp á móti hinu og þessu (að ástæðulausu) . Ef maki þinn hefur góðar fréttir að færa ættir þú að taka þeim með einlægri gleði !  Það er pínlegt þegar hjón gleðjast ekki yfir velgengni hvors annars. Það er ekki góð sálfræði!

Virk hlustun  

Hjón sem vegnar hvað  best eru þau sem hlusta hvort á annað og taka þátt í samræðunum. Fólk sem hlustar hvort á annað treystir hvort öðru og tengist tilfinningaböndum. Gott hjónaband er reist á trausti og virk hlustun er ein leið til að viðhalda því.

Að sætta sig við hvort annað og sýna skilning  .

–Auðvitað eru hjónabönd með misjöfnu sniði. Hvort sem húsbóndinn er heimavinnandi eða húsfreyjan forstjóri í stóru fyrirtæki skiptir meginmáli að hjónin virði stöðu hvors annar.  Gerir annar aðilinn meira á heimilinu? Hér skiptir öllu að fólk sé sátt við fyrirkomulagið. Annars fer að kvarnast úr ánægjunni. Reynið að ræða málin og finna meðalveg sem báðir eru sáttir við.

Verið sanngjörn þegar ágreiningur kemur upp  

Auðvitað kemur upp ágreiningur í öllum samböndum. Þá skiptir öllu að vera sanngjarn. Hjón þurfa að þjálfa sig í að finna lausnir en ekki að einblína á hvort þeirra hefur rétt fyrir sér. Gott samband snýst ekki um það að vinna. Hjónaband má alls ekki vera átakasvæði eða vígvöllur. Það er ekki heillavænlegt ástand!

 

Við getum gert margt til að eiga langt og farælt samband í hamingju. Áður fyrr var efnahagur fólks eða viðhorf samfélagsins oft límið í hjónabandinu. Nú til dags er þessu öðruvísi farið og það er ekkert tiltökumál þó að fólk skilji. Vel má vera að vegna þessa sættum við okkur ekki við ýmislegt sem fólk kyngdi áður fyrr.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here