Grátbiður Kim að hætta að fara í lýtaaðgerðir

Kim Kardashian (36) langar mikið til að verða fullkomin í útliti. Til hennar sást þar sem hún var að yfirgefa Epione í Beverly Hills þar sem hún fer til að láta flikka aðeins upp á útlitið. Kim var mjög skömmustuleg þegar ljósmyndarar náðu henni á mynd.

Screen Shot 2017-02-21 at 10.50.34 AM

 

Eiginmaður Kim, Kanye West, hefur hinsvegar grátbeðið konu sína um að hætta að fara í þessar lýtaaðgerðir. Hann vill að hún hætti áður en það verður of seint. Móðir Kanye, Donda West, lést fyrir 10 árum vegna mistaka í lýtaaðgerð.

Sjá einnig: Þeir eru grunaðir um að hafa rænt Kim Kardashian

Screen Shot 2017-02-21 at 10.50.15 AM

Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Kim getur ekki hætt. Kanye hótaði henni meira að segja með því að segjast ætla að fara frá henni ef hún héldi þessu áfram. Fólk er farið að segja henni að hún líkist ekki sjálfri sér lengur og getur ekki neitað fyrir þetta. Kim heldur að því meira sem hún lætur gera við sig, því betra.“

Sjá einnig: Telja Kim Kardashian hafa farið í fleiri lýtaaðgerðir

Um leið og Kim kom heim eftir þessa ferð, þar sem hún hafði verið mynduð þegar hún var að koma frá lýtalækninum, fór hún á Snapchat og sagðist hafa verið að láta fjarlægja slitför sín. Þar sagði hún: „Loksins gerði ég þetta. Ég hef óttast það að gera þetta, hélt þetta væri svo sárt, en þetta var ekki svo slæmt. Ég er svo þakklát og spennt. Ég elska þig Ourian læknir.“

 

SHARE