Gratíneraður plokkfiskur – Uppskrift

Frábær plokkfisks uppskrift frá Elhússögur.com. Tilvalin á mánudögum.

img_0546

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppskrift fyrir ca 3:

  • 1/2 laukur, smátt saxaður
  • 50 gr smjör
  • 1/2 -1 dl hveiti
  • 500 gr kartöflur, soðnar
  • 500 gr þorskur eða ýsa, soðinn
  • ca 4 dl mjólk og fiskisoð
  • rifinn ostur
  • salt
  • pipar
  • Nóg af rúgbrauði og smjöri!

img_0512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ofn hitaður í 200 gráður. Kartöflur soðnar, að því loknu eruð þær flysjaðar. Vatn soðið í stórum potti, salti og pipar (svartur) bætt út í þegar suðan kemur upp. Þá er fisknum bætt út í vatnið, lok sett yfir og potturinn tekinn af hellunni. Fiskurinn veiddur upp úr eftir 5-6 mínútur. Soðið geymt. Smjör og laukur sett í pott og látið malla í smá stund, salt og pipar bætt út í. Hveiti hrært saman við  og þynnt með mjólk og fiskisoði (ég nota ca. 1/3 fiskisoð, 2/3 mjólk).  Þegar jafningurinn er hæfilega þykkur er fisk og kartöflum bætt út í (líka hægt að bera kartöflurnar fram sér og sleppa því að bæta þeim út í plokkfiskinn) og hrært lauslega saman. Kryddað með salti og vel af hvítum pipar. Á þessum tímapunkti er hægt að bera fram plokkfiskinn en það er gott að baka hann í smástund í ofni með rifnum osti. Þá er plokkfisknum hellt í eldfast mót og rifnum osti dreift yfir. Bakað í ofni þar til osturinn hefur bráðnað, í ca. 15 mínútur. Borið fram með rúgbrauði og smjöri.

img_0517

SHARE