Grilluð horn með Nutella og banana

Þessi dýrðlegheit láta mann fá vatn í munninn. Þessi uppskrift kemur auðvitað frá Ragnheiði sem er með síðuna Matarlyst á Facebook. Mælum klárlega með að þið líkið við síðuna hennar.

Grilluð horn með Nutella og banana

Hráefni

1 rúlla pizzadeig, fæst tilbúið hringskorið út í búð. (MÆLI með wewalka pizza deg Think & Airy flatt út í hring fæst t.d í Bónus)
NutellaBanani skorinn í sneiðar
1 egg pískað

Aðferð

Setjið pizzastein á grillið hitið í u.þ.b 10-15 mín. Bakið á ca 170-180 gráðu heitu grilli. Ef þið hafið marga brennara á grillinu mæli ég með að baka á óbeinum hita þ.e slökkva á ca einum brennara til að hitinn verði ekki alveg blússandi. Skerið deigið í 8 parta, setjið væna teskeið af Nutella á hvern og einn part, raðið 2 sneiðum af banana ef vill á hvern part, rúllið upp þrýstið fingrunum þétt að til að loka fyllinguna inni rúllið upp mótið horn setjið t.d á pizzabakka. Penslið með eggi, setjið a heitt grillið bakið í u.þ.b 12-15 mín jafnvel styttra kannið málið eftir 10 mín.

SHARE