Gullfalleg húðflúr kvenna sem hafa upplifað brjóstnám sökum krabbameins

Brjóstnám getur bjargað mannslífi og algengt er að brjóst kvenna séu fjarlægð að hluta eða alveg þegar kona greinist með krabbamein. Slík aðgerð getur aukið lífslíkur konu til muna og jafnvel bjargað lífi hennar en örin sem eftir sitja eru vel sýnileg og eru jafnt sálræn sem líkamleg.

Sjá einnig: Líf að loknu brjóstnámi: Hver sagði að þú þyrftir að hafa tvö?

Einhverjar konur kjósa endurbyggingu brjósta að loknu brjóstnámi, aðrar vilja láta slíka aðgerð eiga sig með öllu og svo eru það þær konur sem velja að húðflúra brjóst sín að lokinni aðgerð – í þeim tilgangi að endurheimta það sem þær glötuðu í baráttunni við brjóstakrabbann.

Sjá einnig: Endurbygging geirvarta að loknu brjóstnámi er listform – Myndband

Á Pinterest er að finna dásamlega síðu sem ber nafnið P.Ink (Personal Ink) sem helguð er eftirlifendum brjóstakrabba; upplýsingum um húðflúrun og tengla á húðflúrara sem sérhæfa sig í húðflúri fyrir konur sem hafa undirgengist brjóstnám og kjósa að flúra bringuna í kjölfarið.

Einn slíkur húðflúrari – listamaður að nafni David Allen, lét þessi orð falla um ferlið:

Það sem eitt sinn var læknisfræðileg aðgerð gerðum við fallegt að nýju … við umbreyttum hryssingslegum sannleikanum í munúðarfullan veruleika. Við tókum stjórn á aðstæðum í okkar hendur aftur.

Hér að neðan má sjá úrval ljósmynda sem sýnri hugrakkar konur bera húðflúrin með stolti – allt eftirlifendur brjóstakrabbameins:

09e00904428b3965fed387c041b47bd2

8588fa85430ae62bd9936fb3ccfd3ce2

3defacf9993fd844a50f97b111c6a503

9ea652697823788cdd048007327ec74a

31421103d929bd1f3ff3f5980b979ea5

e6b8c6a77eeb3f06787ad67740e39d8c

1a35c1f4ca30680dc15737fa61733aca 353c2fac6c6ee647bba822a5fc6e51b6 b22fe2cc637d35e1daad04cf5a3d60eb eabda821da137515cef702386522521a

81c12033ea873cad251fe54bc19019cb

e107b1a786db8a5fd2f439e6492c16ab

Ljósmyndir: P.ink – Pinterest

SHARE