Gulrótar- og bananaskonsur

Þessar skemmtilegu skonsur koma frá Café Sigrún.

Gulrótar- og bananaskonsur

Gerir um 10 skonsur

Innihald

 • 120 g gulrætur, skrældar og rifnar á rifjárni
 • 25 g pecanhnetur, saxaðar smátt
 • 10 döðlur, saxaðar smátt
 • 40 g rúsínur, saxaðar smátt
 • 380 g spelti
 • 2 msk vínsteinslyftiduft
 • 0,5 tsk cardimommur (eða kanill)
 • 1 msk kókosolía
 • 125 ml stappaðir bananar
 • 3 msk hreint hlynsíróp (eða agavesíróp)
 • 190 ml súrmjólk eða AB mjólk

Aðferð

 1. Skrælið gulræturnar og rífið á rifjárni.
 2. Saxið pecanhnetur, döðlur og rúsínur fremar smátt og .
 3. Sigtið saman í stóra skál: Spelti, cardimommum og lyftidufti. Hrærið aðeins. Blandið rifnu gulrótunum, hnetum, döðlum og rúsínum saman við og hrærið vel.
 4. Afhýðið bananana og stappið þá vel. Setjið í miðlungsstóra skál og bætið hlynsírópi, súrmjólk og kókosolíu saman við. Hellið varlega út í stóru skálina.
 5. Blandið öllu vel saman og hnoðið í smá stund þangað til deigið er orðið þétt og mjúkt. Notið spelti ef þarf, til að deigið klessist ekki við borðið.
 6. Stráið spelti á borð og hnoðið þangað til að deigið er orðið útflatt og um 2 sm á hæð (þ.e. á þykkt).
 7. Notið glas um 3-4 sm í þvermál og með skörpum brúnum, til að skera út skonsur í deigið.
 8. Þegar þið eruð búin að búa til eins margar skonsur og þið getið í fyrsta kasti, þá skuluð þið hnoða deigið saman aftur og endurtaka leikinn þangað til allt deigið er búið. Gætið þess að deigið sé alltaf eins á þykkt.
 9. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og raðið skonsunum á plötuna.
 10. Dreifið svolitlu spelti yfir skonsurnar (má sleppa).
 11. Bakið við 200°C í um 15-20 mínútur á um 200°C.

Smellið einu like-i á Café Sigrún á Facebook. cs_logocafe sigrun

SHARE