Gunnar gerði svakalega flott myndband fyrir eiginkonu sína

Gunnar Thoroddsen og Eva Albrechtsen búa Svíþjóð með tveimur börnum sínum. Eva á afmæli í dag og Gunnar gerði þetta æðislega flotta myndband fyrir hana og birti í tilefni dagsins. 

 

Við myndbandið skrifaði Gunnar á Facebook:

Í dag á Eva Albrechtsen afmæli. Það er líka eitt ár síðan að ég byrjaði að vinna á Grænlandi. Á þeim tíma höfum við verið mikið aðskilin og Eva hefur þurft að vera ein í Örebro með börnin okkar tvö. Fyrir utan hvað krakkarnir dafna og fjarbúðin gengur vel þá fékk hún líka sérfræðiréttindin í HNE á árinu.
Til hamingju með afmælið Eva mín þetta er bara rétt að byrja hjá okkur

Við spurðum Gunnar hvaðan hugmyndin kom að gera þetta myndband: „Það eru langar vaktir á Grænlandi og í þetta skipti var ég frekar lengi í burtu frá fjölskyldunni. Eina kvöldvaktina saknaði ég hennar og krakkana extra mikið og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Gunnar. „Mig langaði bara að hún vissi hversu stoltur ég er af henni. Ég tók myndbandið upp í fimm löndum og ég byrjaði að taka upp í mars.“

Ótrúlega sniðugt og flott myndband með laginu Better together með Jack Johnson. Ástin hefur engin landamæri.

 

SHARE