Guns N´Roses kom, sá og sigraði á Coachella og spiluðu drengirnir í um þrjár klukkustundir. Axl Rose var fótbrotinn svo hann gat ekki mikið hoppað um sviðið eins og hann var vanur.

 

Hér má sjá þá taka lagið sitt Sweet Child O´Mine. Þetta var eitt af mínum uppáhalds þegar ég var yngri. Ég var algjör þungarokkari því ég átti eldri bræður sem hlustuðu mikið á svona tónlist.

SHARE