Gwyneth Paltrow bannar börnum sínum að borða kolvetni

Gwyneth Paltrow hefur í gegnum tíðina mikið spáð í matarræði og prófað ýmsa kúra. Hún hefur prófað að lifa einungis á salati, ýmsa hreinsikúra og fleira. Í dag borðar hún ekki brauð, pasta eða hrísgrjón. Gwyneth viðurkenndi nýlega að nú væri hún farin að banna börnum sínum að borða kolvetni svo sem brauð,pasta, hrísgrjón ofl.

Ástæðan fyrir þessu segir hún að sé einfaldlega sú að það sé ekki hollt fyrir börnin að borða þessháttar mat, jafnvel þó þau langi til þess. Hún segir að bæði hún, maðurinn hennar og börnin hafi bæði glútein og mjólkuróþol en einnig óþol fyrir kjúklingaeggjum.

Gwyneth heldur úti matarbloggi og hefur einnig gefið út uppskriftarbækur. Í nýjustu bók sinni talar hún um að flestir næringarfræðingar telji að glútein sé ekki gott fyrir okkur og að langflest séum við með óþol mat sem inniheldur glútein.

Gwyneth hefur talað opinskátt um það að þegar hún er svöng fær hún sér möndlur í stað þess að fá sér heila máltíð. Hún hefur alla tíð, eða síðan hún var undir tvítugu hugsað mikið um matarræðið og einbeitt sér statt og stöðugt að því að vera grönn.

Það eru sumir sem gagnrýna þessa ákvörðun hennar hart og tala um að það geti hreinlega verið skaðlegt fyrir börn í vexti að vera svelt kolvetnum. Talið er að börn þurfi kolvetni. Án kolvetna munu þau eiga erfitt með að stunda skóla, hugsa rökrétt og einnig hafa minni orku.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here