Hádegisgrill ættað frá Miðjarðarhafi

Hádegisgrill ættað frá Miðjarðarhafi.

Það þarf ekki alltaf að kaupa steikur til að grilla. Það getur verið alveg ótrúlega gott og einfalt að gera t.d. Kebab. Hafa Miðjarðarhafsstíl á þessu. Bera með Hummus Eggaldin Grillaða tómata. Pítubrauð eða hrísgjón. Í dag grillum við spjót úr kindahakki, Eggaldin, gerum Hummus, grillum tómata og höfum salat með.

 

Byrjum á Eggaldinum
Tökum 2 eggaldin skerum þau eftir endilöngu í ca hálf sentimeter þykkar. Stráum yfir þær salti og látum bíða. Þegar þau eru búin að „gráta“ vel eru þau skoluð og þurrkuð með klút. Pressið 2 hvítlauksrif og setjið saman við ½ dl olífuolíu. Hellið yfir eggaldinsneiðarnar í skál og látið bíða.

Hummus
1 dós kjúklingabaunir
2 msk tahini
2 hvítlauksrif
Safi úr einni sítónu
2 msk safi úr dósinni
Smá salt
2 msk olífuolía
Allt sett í matvinnsluvél og látið maukast mjög vel saman .

Kjötið
1 kg lambahakk (má nota nautahakk) Þarf að vera svolítið feitt því þá er þetta betra annars má nota það hakk sem hver vill.
1 bolli steinselja
2 laukar
1 msk salt
½ tsk allspice
½ tsk grófmalaður svartur pipar
Örl cayenne pipar

Allt nema kjötið sett í matvinnsluvélina og látið maukast vel og kjöti bætt í og látið verða jafnt. Blandan sett utan um grillteina. Grillað í 10-15 mín.

Grillið opnað og þegar reykurinn hverfur blasir þessi fallega sjón við
Grillið opnað og þegar reykurinn hverfur blasir þessi fallega sjón við. Þetta bragðast unaðslega vel.

Nokkrir tómatar grillaðir með. Þegar um 5 mín eru eftir af grilltímanum er eggaldinsneiðunum bætt á grillið og látið grillast í 2 mín á hvorri hlið.
Salatið er úr klettasalti, vorlauk og steinselju. Ekki slæmt að setja fetaost með.

Svo er bara að setjast útá pall. Fá sér eitthvað gott að drekka með og njóta matarins.

SHARE