Hættur að leika! – Langar að stofna fjölskyldu

Nú hefur leikarinn vinsæli Ryan Gosling gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur að leika.

Ryan segist vera að hætta vegan álagsins og nú muni hann ætla að vinna fyrir sér með leikstjórn og svo ætli hann að stofna fjölskyldu.

„Ég hef verið að gera of mikið af því að leika. Ég hef misst metnaðinn fyrir því sem ég er að gera og ég held það sé gott fyrir mig að hætta og endurmeta hvað ég er að gera og hvernig ég er að gera það. Ég þarf pásu frá sjálfum mér og ég held að áhorfendur þurfi það líka,“ segir Ryan.

Ryan mun þó vera áfram í einhverjum myndum því hann er um þessar mundir að kynna 5 bíómyndir sem hann hefur verið að leika í, þar á meðal Gangster Squad, The Place Beyond the Pine og Only God Forgives, en hann er bundinn að því að kynna þessar myndir og fylgja þeim eftir.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here