Hafrakökurnar hennar Birnu – Uppskrift

Ég hef gert ýmsar tilraunir með hafrakökur. Þetta er sú nýjasta og kom hún mjög vel út.

 

 

1 ¾ dl gróft haframjöl

2 ½ dl fínt haframjöl

2 dl fínt spelt

1 dl hveitikím

¼ tsk herbamare salt

2 tsk vínsteinslyftiduft

2 ½ dl kókosolía (brædd)

2 dl kókospálmasykur (einnig hægt að nota hrásykur)

1 egg

2 tsk vanilludropar

80-100 gr. kókosflögur

lúka af valhnetum

nokkrar döðlur

2 msk mjólk

Aðferð

1. Blandið saman höfrum, spelti, hveitikími, salti og lyftidufti í skál

2. Setjið brædda kókosolíuna og sykurinn í matvinnsluvél eða mixara og blandið í allt að 2 mínútur

3. Bætið eggi, vanilludropum og mjólk í blandarann og mixið áfram í aðrar 2 mínútur

4. Blandið blautu og þurru saman í matvinnslu- eða hrærivél

5. Bætið kókosflögum, valhnetum og döðlum við í lokin og hrærið vel

6. Bakið við 175 gráður í 8-12 mínútur

Uppskriftin gerir um 20 kökur

 

Höfundur:  Birna Varðar

birna

SHARE