Þessi svakalega girnilegu hafrastykki eru æðislega góð! Geta ekki klikkað! Ljúfmeti og Lekkerheit birti þessa frábæru uppskrift!
„Uppskriftin kemur frá Ree Drummond sem er kannski betur þekkt sem The Pioneer Woman. Ég á nokkrar af matreiðslubókunum hennar og get lofað að uppskriftirnar klikka aldrei! Þessi uppskrift var engin undantekning. Hafrastykkin minna óneytanlega á hjónabandssælu og kannski helsti munurinn sá að það er jarðaberjasulta í þeim. Skemmtileg tilbreyting sem vert er að prófa!“
Hafrastykki með jarðaberjasultu – uppskrift frá The pioneer woman
- 200 g smjör
- 250 g hveiti
- 140 g haframjöl
- 200 g púðursykur
- 1 tsk lyftiduft
- ¼ salt
- 1 krukka St. Dalfour jarðaberjasulta (284 g)
Hitið ofninn í 175° og smyrjið (eða klæðið með smjörpappír) form sem er um 22 x 33 cm að stærð.
Blandið saman hveiti, haframjöli, púðursykri, lyftidufti og salti. Skerið smjörið í bita og blandið saman við þurrefnin þannig að úr verði gróf mylsna. Setjið helminginn af mylsnunni í formið og þrýstið henni í botninn á því. Setjið sultuna yfir. Setjið seinni helminginn af mylsnunni yfir og þrýstið aðeins yfir hana.
Bakið í 35-40 mínútur. Látið kólna í forminu og skerið síðan í bita.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.