Hákarl sem vill láta nudda á sér trjónuna – Myndband

Cristina Zenato fæddist á Ítalíu en ólst upp í regnskógum Congo í Afríku. Frá því að hún var 15 ára hefur hún elskað sjóinn en það áhugamál dró hana yfir til Bahamas þar sem hún lærði að kafa.

Í dag vinnur hún fyrir The Underwater Explorer Society og hefur náttúrulega hæfileika þegar það kemur að hákörlum. Myndbönd á netinu sem tengjast hákörlum eiga það oftast til að enda með hörmungum nema þetta hér. Í myndbandinu sést hvernig Cristina fær hákarl til að leggjast með trjónuna á lærið á henni á meðan hún nuddar það.

SHARE