Hann fór í misheppnaða hárígræðslu til Tyrklands

Ungur breskur maður, Luke Horsfield (26) var farinn að hafa áhyggjur af hárinu sínu sem var sífellt að þynnast. Hann ákvað því að fara í hárígræðslu til Tyrklands, en það var helmingi ódýrara að fara í hárígræðslu í Tyrklandi en í Bretlandi.

Nokkrum mánuðum eftir aðgerðina var svo orðið ljóst að Luke var ekki að fá það þykka fína hár sem hann hafði átt von á. Í staðinn er hann með mikið af örum í hársverðinum og nokkra skallabletti.

Sjá einnig: Pabbi minn og unga unnusta hans

Aðgerðin sem hann fór í er þannig að hár er tekið, með hársekknum, af einum stað á höfðinu og sett að framan þar sem hárið er farið að þynnast. Luke vill meina að tekið hafi verið allt of mikið af hárum af höfðinu á honum og ekkert hafi vaxið til baka að framan

14 mánuðum eftir aðgerðina fannst Luke enginn munur vera á hárlínunni.

Honum fannst hárið bara hafa þynnst að aftan og hann var með skallabletti og ör víða um höfuðið. Luke ákvað því að fara í aðgerð aftur í Bretlandi. Hann sagði að sú að gerð hefði verið eitthvað ALLT annað en hin aðgerðin og er sæll og sáttur með útkomuna (sjá neðri mynd).

Sjá einnig: Hylur hluta af flúrum sínum með svörtu

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here