Hylur hluta af flúrum sínum með svörtu

Þessi unga kona hefur heldur betur látið flúra sig. Hún heitir Amber Luke (24) og er áströlsk fyrirsæta. Fyrir 5 árum síðan var hún ekki með neitt húðflúr, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, en í dag er mikill hluti líkama hennar hulinn flúrum.

Amber birti á Instagram hjá sér þegar hún fór í fyrsta skipti í húðflúr eftir Covid. Hún lét hylja hluta af framhandlegg sínum svartan, en svoleiðis húðflúr eru kölluð „blackout“.

Svarta flúrið huldi þau flúr sem voru þarna fyrir og Amber lét svo gera hvíta mandölu yfir svarta litinn.

Amber hefur látið flúra hvítuna í augum sínum og segist hvergi nærri hætt að láta flúra sig.

Heimildir: Daily star

SHARE