Hann myndaði hinstu kveðjuna til ástvina sinna

Þetta sorglega myndband var tekið af Kevin Diepenbrock (41). Hann lenti í slysi og kastast af mótorhjóli sínu lengst út fyrir veginn og lá þar brotinn og laskaður. Hann náði í myndavél sína og byrjaði að taka upp þar sem hann lá á jörðinni sína hinstu kveðju til fjölskyldu sinnar.

Sjá einnig: Læknarnir ráðlögðu henni að leyfa manninum sínum að deyja

Hann náði í síma sinn og byrjaði að taka upp myndbönd, því að hann vissi að hann yrði að segja fjölskyldu sinni að hann elskaði þau og að hann hafði verið vitlaus og klúðrað málunum.

Til allrar lukku stoppaði par við slysstaðinn og heyrðu í honum kalla á hjálp. Kallað var á þyrlu og hann fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Hann var með göt á báðum lungum, brotin rifbein og brotinn hrygg, en það þykir með ólíkindum að hann hafði lifað af eftir að hafa legið á jörðinni stórslasaður í 27 klukkustundir.

Kevin var að keyra eftir hraðbrautinni á móturhjóli sínu ásamt samstarfsfélaga sínum þegar mótorhjól Kevin bilaði skyndilega með þeim afleiðingum að hann keyrði aftan á hjól samstarfsfélagans. Við áreksturinn köstuðust þeir út af veginum og niður brekku. Talið er að hinn hjólreiðamaðurinn hafi látist samstundis.

Það eina sem gekk á í huga hans þegar hann lá í sárum sínum að hann yrði að segja fjölskyldunni sinni að hann elskaði þau. Myndbandið hvetur fólk til þess að láta fólk vita hversu miklu máli þau skipta – áður en það verður um seinann.

SHARE