“Hann tók utan um mig og byrjaði að kyssa og káfa á mér” – Frásögn 14 ára stelpu um áhugaljósmyndara

Eftir umfjöllun okkar í dag um áhugaljósmyndarann sem tælir ungar stelpur og reynir að fá þær til að afklæðast, hafa mér borist skilaboð úr ýmsum áttum frá ungum stúlkum sem segja mér frá reynslu sinni. Hér fyrir neðan segir ung stúlka okkur frá sinni reynslu af áhugaljósmyndaranum sem áreitti hana þegar hún var einungis 14 ára. Hún kýs að koma ekki undir nafni þar sem henni hefur fundist of erfitt að tala um þetta mál við sína nánustu, en við höfum hvatt hana til að tilkynna málið. Í frásögninni talar hún meðal annars um að hann hafi reynt að kyssa hana og káfa á henni á afskekktum stað. Málið er litið alvarlegum augum af lögreglu og er það nú til rannsóknar eftir að við bentum lögreglu á málið í dag. Við viljum taka það fram að þessi ábending er bara ein af mörgum sem okkur hafa borist og hvetju við alla til að hafa samband við lögreglu og gefa skýrslu. Við munum fjalla nánar um þetta mál í vikunni.

Hér fyrir neðan getur þú lesið sögu stúlkunnar.

Árið 2011

Þetta byrjaði allt með því að *****  potaði í  mig á facebook og ég var í sambandi þannig að ég var ekkert að pota til baka eða neitt svoleiðis..

Svo fæ ég vinabeiðni frá honum undir nafninu “***** áhugaljósmyndari”

Ég accepta bara til að athuga hvað hann vilji og svona og hann byrjar að spjalla við mig alveg á fullu og sýnir mér mjög mikinn áhuga og byrjar að tala um hvað ég er sæt og falleg og hvað ég yrði að koma í myndatöku hjá honum. Hann sagði við mig að hann væri fæddur 1993..

Svo addaði hann mér á msn og þar sá ég að hann héti *****, ég sá á facebookinu hans hvenær hann ætti afmæli og ég var mjög óviss um að hann væri fæddur árið 1993 þannig að ég kíkti inná íslendingabók og þar sá ég að hann væri fæddur 1991..

Ég ákvað að spyrja hann að þessu og sagði ,,ertu viss um að þú sért fæddur 1993?” og hann sagði þá við mig að hann hafi logið því vegna þess að hann hélt að annars myndi mér finnast hann of gamall eða eitthvað svoleiðis og viðurkenndi að hann væri fæddur 1991.

 

Eftir svolítinn tíma svona ca.3 vikur var hann ennþá að tala við mig og fór að spyrja mig persónulegra spurninga eins og hvort að ég væri búin að sofa hjá og hvort að ég hafi setið einhverntíman fyrir nakin og hvað ég yrði pottþétt flott þannig og fl.

 

Ég og kærastinn minn hættum saman svona 3 mánuðum eftir að ***** byrjaði að tala við mig og ***** sá að ég væri á lausu og sagði að það yrði geðveikt ef að ég mundi koma í myndatöku og sýna fyrrverandi kærastanum mínum af hverju hann væri að missa. Ég var mjög sár úti fyrrverandi kærastann minn á þessum tíma þannig að ég ákvað að hitta *****. Við hittumst í hverfinu mínu.

Við tókum okkur göngutúr og spjölluðum og hann virtist vera alveg frábær náungi.

Hann fékk mig til að hlægja og var alltaf að hrósa mér og svona.

 

Við hittumst síðan aftur eftir viku og við vorum bara að tala saman og svona og allt í einu þá tók hann utan um mig og byrjaði að kyssa mig og káfa á mér á fullu og ég fór alveg í panic og þorði ekki að ýta honum í burtu.. svo var ég á leiðinni heim og þá fór hann að tala um að hann héldi að ég hefði engan áhuga á honum og að ég væri bara að nota hann og allskonar svona rugl og mér fór að líða ekkert smá illa, við vorum komin á stað í hverfinu mínu þar sem lítið var um að fólk væri á ferli og svona. Ég fór að verða frekar stressuð þannig að ég ákvað að taka upp símann og ég ætlaði að biðja vinkonu mína um að hringja en hann tók utan um mig og horfði djúpt í augun á mér og sagði  ,,sannaðu fyrir mér að þú viljir mig” og síðan tók hann utan um mig og fór inná mig og sagði mér að gera það sama og ég þorði ekki annað en að gera það sem hann sagði en ég fékk ógleðistilfinningu og bað hann um að stoppa sem hann vildi ekki gera því að hann var ekki búinn að fá það..  sem betur fer þá gerðist ekkert meir því að síminn minn hringdi og þá sagði ég að þetta væri mamma og ég yrði að svara annars yrði hún hrædd um mig.

Hann sleppti mér þá og ég fór og talaði í símann við bestu vinkonu mína og bað um að fá að koma til hennar sem var ekkert mál, hún átti heima þarna rétt hjá og mig langaði bara alls ekki að vera ein! Ég kvaddi ***** og hljóp til vinkonu minnar en ákvað að segja ekkert..

 

Daginn eftir fæ ég sms frá ***** að ég megi ekki segja neinum frá þessu og að þetta ætti að vera á milli okkar og ég sagði bara já og amen við því.

 

Ég var að spjalla seinna um daginn við stelpu sem var með mér í skóla og hún fór að segja mér frá því að það væri einhver “áhugaljósmyndari” að tala við hana og ég sagði ,,*****!?”

Og þá svaraði hún játandi og sagði mér að hann væri að biðja hana um að hitta sig og fleira.. Ég vildi alls ekki að hún myndi fara að hitta hann þar sem að ég vissi hvernig hann væri þannig að ég sagði henni að ég hafi hitt hann og að hann væri ógeðslegur.

Þá fæ ég sms um kvöldið frá ****** og hann spyr mig hvort að ég hafi sagt þessari vinkonu minni eitthvað og þá svaraði ég játandi og hann hraunaði yfir mig og endaði smsið ,,eigðu gott líf,ég og þú verðum aldrei” mér fannst þetta svo ógeðslega kjánalegt að ég svaraði ekki einu sinni og mér var líka alveg nákvæmlega sama þar sem að ég hafði bara engan áhuga á að hitta hann aftur.

 

Árið 2012

Hann hefur verið að reyna að ná sambandi við mig síðustu vikur og senda mér message ,,langar í þig” og eitthvað soleiðis ógeð en ég deletaði bara skilaboðunum og hélt áfram með lífið

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here