Hann var skilinn eftir til að deyja

Dönsk stelpa, Anja Ringgren Lovén, var að vinna í Nígeríu í sjálfboðastarfi þegar hún rakst á lítinn dreng sem hafði verið skilinn eftir af foreldrum sínum. Þau voru sannfærð um að strákurinn þeirra væri göldróttur og því ákváðu þau að losa sig við hann en slíkt er ekki óalgengt meðal ættbálka þar í landi. Anja rakst á litla strákinn sem var mjög illa haldinn eins og flestir muna, fór með hann í öruggt skjól og bjargaði lífi hans. Nú er ár liðið og drengurinn sem fékk nafnið Hope býr á munaðarleysingjahæli ásamt öðrum börnum sem hafa verið yfirgefin vegna sömu ástæðu og foreldrar Hope yfirgáfu hann. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum braggast hann vel en heimilið er einstaklega góður staður fyrir þessi börn og fá þau allt það sem þau þarfnast. Eftir 8 mánuði hjá þeim á hælinu var hann farinn að nærast mjög vel og nú ári seinna er hann búinn að fá að upplifa fyrsta skóladaginn sinn! Hér eru nokkrar myndir af þessum duglega dreng og fólkinu sem kom honum til bjargar.

SHARE