Hann vildi þrífa upp pissið sitt sjálfur

Þessi litli hundur, sem heitir Pablo, er að heilla internetið allverulega. Hann var í heimsókn hjá vini eiganda síns, Acelin,  og lenti í því óhappi að pissa á baðherbergisgólfið. Aceline sagði Buzzfeed frá því að hvolpurinn væri orðinn vanur því að pissa alltaf úti en þetta hafi verið óhapp, eins og gengur og gerist.

dog-cleans-pee-toilet-paper-Pablo-3

 

 

Sjá einnig: Hundurinn vildi ekki borða þurrmatinn, svo eigandinn gerði þetta!

Þegar þetta hefur gerst heima hjá Acelin hefur Pablo séð að pissið hans er þrifið upp með salernispappír. Þegar hann svo pissaði á gólfið í þessari heimsókn fór litla skinnið í það að reyna að þrífa upp eftir sig sjálfur.

 

dog-cleans-pee-toilet-paper-Pablo-5
Hversu mikið krútt getur einn hundur verið?
SHARE