Hanna Rún dansari – Á leyndarmál sem mun fylgja henni til grafar

Hönnu Rún Óladóttir kannast margir dansunnendur við en hún hefur getið sér gott orð í dansheiminum undanfarin ár. Núna nýlega vann hún Íslandsmeistaratitilinn í suðuramerískum dönsum ásamt nýja dansherranum sínum, Rússanum Nikita Bazev. Við tókum Hönnu Rún tali og komumst að ýmsu skemmtilegu um þessa flottu stelpu. 

Fullt nafn: Hanna Rún Óladóttir

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Á lausu

Atvinna: Er að kenna dans í Garðabæ DG (Dansskóli Garðabæjar) og einnig í DÍH í Hafnarfirði sem er Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar ég er einnig að vinna Gullsmiðju Óla hjá mömmu og pabba og svo er ég líka að módelast smá með, svo er ég að vinna annað slagið í Lolita (fatabúð).

Hver var fyrsta atvinna þín? Fyrsta vinnan mín var í Gullsmiðju Óla hjá mömmu og pabba þegar ég var frekar lítil, þá var ég að sjá um að hreinsa og pússa skart og svona

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? hmmm….er verið að meina hjá mér ? ….. því ég átti alveg nokkur svoleiðis hahah … þegar ég hef skoðað myndir af mér frá unglingsárunum þá á ég oft ekki til orð yfir klæðaburðinum á mér  en það er oft líka það sem gerir myndirnar skemmtilegri!

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? JÁ! ég á sko leyndarmál sem mun fylgja mér til grafar

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Ég held að ég hafi nánast alltaf eða í svona 90 % tilfella farið óánægð útaf hárgreiðslustofunum sem ég hef farið á, og ég brosti bara og sagðist vera ánægð en langaði helst til að gráta .. svo oftast fór ég heim mamma spurði svo jæja má ég sjá og ég búin að loka mig inná baði og hágrátandi haha ..þessvegna hef ég ekki farið í klippingu frá því ég var í 9. bekk, ég klippi mig alltaf sjálf  því ég veit hvað ég vil

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei ég kíki aldrei í skápana , nema bara hjá vinkonum mínum sem ég þekki vel og VEIT að ég má kíkja í eins og hjá bestu vinkonu minni Signý því þar er ég bara eins og heima hjá mér

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru alveg nokkuð mörg en ég hef lent í því að vera að standa við tröppur á danskeppni og svo kemur einhver aftan að mér og fer að knúsa mig og svona strjúka á mér rassin og segja svo I love youuuu, ég snéri mér hratt við því mér brá svolítið, en þá var það maður sem hélt ég væri konan hans !!… svo sá ég hana og við vorum í frekar svipuðum fötum og báðar með sítt svart hár svo ég skildi það vel, hann baðst bara afsökunar

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Það er ekkert svona einhver ein sérstök síða sem ég kíki á, ég fer samt reglulega á mbl til að skoða stjörnuspána

Seinasta sms sem þú fékkst? síðasta sms sem ég fékk var frá stóru systir minni henni Unni þar sem stóð Góðann daginn rottufés .. eða eitthvað í þá áttina

Hundur eða köttur? Hundur alveg ekki spurning , Ég og fjölskyldan mín erum mikið hundafólk enda eigum við 3 hunda

Ertu ástfangin/n? Ég er ekki ástfangin nei, nema af nýju skónum sem ég keypti mér um daginn

Hefurðu brotið lög?Já ég hef brotið lög ekkert sem er eitthvað alvarlegt, eins og t.d. ók ég einu sinni á móti umferð alveg óvart þegar ég var nýkomin með bílpróf

Mynd: Arnold Björnsson

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ég hef ekki beint grátið, en ég táraðist mikið því allt var svo fallegt og svo mikil hamingja, hvernig er ekki hægt að tárast segi ég nú bara. Þetta er ein besta og fallegast stund í lífi fólks og að sjá tvær manneskjur gifta sig er yndislegt, ég er einmitt að fara í eitt brúðkaup hjá frænku minni í sumar og ég hlakka svo til, ég ætla að passa mig að vera með vatnsheldan maskara

Hefurðu stolið einhverju? ég hef aldrei stolið neinu nei, nema jú þegar ég var lítil þá var ég að labba fram hjá svona nammibar og tók nokkur og setti í vasann minn, en svo fékk ég svo mikið samviskubit að ég labbaði til baka og skilaði namminu … svo ég get varla kallað það að stela

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Nei ég myndi ekki vilja breyta neinu því ég er svo ánægð með hvernig lífið mitt er í dag. Og þá meina ég Rosalega ánægð !

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Þessi er pínu erfið, þegar ég verð komin á eftirlaun, þá verð ég mjög sennilega bara alveg eins og ég er núna nema kannski ekki með alveg eins dökkt hár og húðin kannski orðin eitthvað örlítið slappari ….en ekki mikið samt, djók  …. eftirlaun eða ekki eftirlaun bíttar engu máli, ég ætla alltaf bara að vera þessi hressa sama hvað ég er gömul, aldur er bara tala sem skipir engu máli jú nema þegar það kemur að eftirlaunum, Vín verða bara betri eftir því sem þau eldast og það ætla ég líka að vera. Bara betri með árunum. Dansandi eins og enginn sé morgundagurinn og njóta þess að vera til og vooonandi búin að ná þeim árangri í dansinum sem mig hefur dreymt um og gera þá hluti sem ég var búin að ákveða að gera

Mynd: Arnold Björnsson

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here