„Hannaðu líf þitt eins og þú vilt að það sé“

„Við erum sjálf okkar eigin hindrun. Við verðum að leyfa okkur að langa meira og enduruppgötva okkar drauma. Þeir eru innan seilingar ef maður þorir að leyfa sér að fara þangað að raunverulega dreyma þá. Þess vegna er það fyrsta sem ég segi við konurnar á Balí: Hér eru engar hindranir,“ segir Sigrún Lilja hjá Gyðju Collection. Hún er nýkomin heim frá Balí þar sem hún, ásamt vinkonu sinni Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur, lífskúnstner og þerapista, hélt námskeið fyrir hóp íslenskra kvenna.

11110280_382532868614011_8653588632748105712_n

Námskeiðið kalla þær stöllur Empower Women – transforming retreat á Bali og snýst það um að konur læri að elska sjálfa sig til fulls og byggi sjálfar sig upp með því að leita djúpt innra með sér og endurupplifa drauma og þrár sem þær voru búnar að gefa upp á bátinn og grafa langt ofan í skúffu, setja sér markmið og koma draumunum í framkvæmd.

11216250_10152808107691727_5998624566360781157_n

Sigrún Lilja og Guðbjörg héldu tvö námskeið, í apríl og maí, í bænum Ubud á Balí sem er líkastur paradís á jörðu. Er þetta í annað sinn sem þær brydda upp á þessum sjálfstyrkingarnámskeiðum en það fyrsta var haldið í fyrra og gekk vonum framar að sögn Sigrúnar Lilju.

 

Sigrún Lilja eyddi samtals fimm vikum á Balí og segir að dvölin hafi verið kærkomin fylgjendur hennar á Snapchat gátu fylgst grannt með ævintýrum hennar á Bali. Hún er mikill vinnuþjarkur og er búin að vera undir mjög miklu álagi síðustu misseri. Hún segist hafa endurnærst á Balí og vill hvetja Íslendinga, ekki bara íslenskar konur, til að hugsa betur um sig og sína andlegu líðan.

11245529_386391774894787_946271742719936072_n

„Alheimurinn vill okkur vel. Við erum ekki sett í þennan heim til að þjást. Okkur á að ganga vel. Það er okkar tilgangur. Það þjónar líka alheiminum að við fylgjum okkar köllun í lífinu. En við leyfum okkur ekki alltaf að fara á þann stað sem okkar köllun býr heldur setjum við upp ímyndaðar hindranir sem valda því að við þorum ekki að uppfylla drauma okkar og þrár. Ef við leyfum huganum að reika og tökum þessar hindranir í burtu er það fyrsta skrefið í átt að því að láta draumana rætast,“ segir Sigrún Lilja. Hún segir þessa lífsspeki afar einfalda en að hún vefjist fyrir mannfólkinu sem sætti sig oft við það næstbesta í lífinu.

 

„Hannaðu líf þitt eins og þú vilt að það sé. Fæstir gera það. Flestir sitja frekar fastir í sama farinu, óhamingjusamir. Það er eitt af því sem námskeiðin á Bali snúast um – að hrista þetta hugarfar úr konunum svo þær leyfi sér að fara lengra, dreyma sína drauma og brjótast út úr þægindarammanum og læri að lifa lífinu til fulls.“

11353048_10152850750446727_1029217240_n

Sigrún Lilja segir Balí einmitt rétta staðinn til að finna sjálfan sig og bætir við að það krefjist hugrekkis að ferðast svo langt til að byggja sig upp.

 

„Það er risastórt skref að fara hinu megin á hnöttinn til að vinna í sér. Það er aðdáunarvert að geta það og það er ástæðan fyrir því að við biðjum konurnar að klappa fyrir sér sjálfum þegar þær koma til Balí. Á Balí er einstök orka og það er akkúrat rétti staðurinn til að vera á í svona umbreytingu. Því þetta er algjör umbreyting. Sumar þessara kvenna eru mjög brotnir einstaklingar en aðrar á betri stað. Allar eiga þær það sameiginlegt að þurfa að byggja sig upp og þær þurfa að láta minna sig á hvers þær eru megnugar. Og til að þær geti skilið það fyllilega þurfa þær að læra að elska sjálfar sig upp á nýtt og byggja upp sjálfstraustið,“ segir Sigrún Lilja. Þó hún sjálf reyni að láta alla drauma sína rætast og virðist afar sjálfsörugg segist hún skilja hvaðan þessar konur komi því hún hafi verið í sömu sporum.

 

„Það er erfitt að þora að leyfa sér að dreyma og enn erfiðara að láta draumana rætast því oft upplifir maður mikið mótlæti þegar vel gengur. En hvort er betra – að leyfa draumunum að fara í vaskinn því það reynist öðrum erfitt þegar vel gengur hjá þér eða uppfylla allar þrár þínar og lifa lífinu til fulls? Ég held að það þurfi ekki að fjölyrða um svarið við þessari spurningu.“

11179974_383631865170778_4273736891522990566_n

 

Fyrir áhugasama má sjá allt um námskeiðið á Bali á facebooksíðu hér: https://www.facebook.com/empowerwomeninbali

Hægt er að fylgjast með daglegu lífi og ævintýrum Sigrúnar Lilju á snapchat hér: theworldofgydja

SHARE