Hárbeittur jólapistill frá Öryrki.is: Takmarkaðar ferðir, engin jól!

Hópur ungra, þróttmikilla og hreyfihamlaðra einstaklinga sem reka meðal annars vefsíðuna oryrki.is sendu nýverið frá sér hárbeittan jólapistil í formi myndbands þar sem deilt er hart á þá ákvörðun ráðamanna þjóðarinnar að skerða ferðaþjónustu fatlaðra sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu nú um komandi áramót.

Hópurinn, sem hefur starfað allt frá árinu 2003 og sent frá sér fjölbreytt og lifandi fræðslu- og afþreyingarefni þar sem hreyfihamlaðir eru i forgrunni, hefur hlotið verðskuldaða athygli og mikið lof gegnum fjölmiðla, en hópurinn var meðal annars tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins og hvatningarverðlauna Öryrkjabandalagsins.

Nú sendir hópurinn frá sér hárbeittan jólaschetch þar sem deilt er á fyrrgreinda ákvörðun ráðamanna þjóðarinnar, en meðfylgjandi yfirlýsing fylgir:

Við hjá oryrki.is viljum nýta tækifærið og hvetja ráðamenn til að fella niður þá takmörkun ferða sem á að taka gildi nú um áramótin hjá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. 60 ferðir er ein ferð á dag fram og til baka í einn mánuð. Hvað myndu þeir farþegar sem taka Strætó segja ef þeir fengu bara 60 ferðir á mánuði? Það yrði allt brjálað …

Við viljum enga mismunum og við teljum það mismunun þegar farþegar ferðaþjónustu fatlaðra (sem er rekin af Strætó) fá einungis 60 ferðir á mánuði þegar aðrir farþegar Strætó lifa ekki við slíkar takmarkanir.

Tengdar greinar:

Hreyfihamlaðir skapa sér vinnu – Skemmtilegur skets

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar kynnir jafningjafræðslu í fyrirlestraformi

Vissir þú að þú gengur skakkt?- „Ég er fötluð og stolt af því!“

SHARE