Hreyfihamlaðir skapa sér vinnu – Skemmtilegur skets

Frá því sumarið 2003 hafa nokkrir hreyfihamlaðir einstaklingar tekið sig til og skapað sína eigin atvinnu. Fyrstu árin var verkefnið, sem fékk nafnið Götuhernaðurinn unnið í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og UFE (Ungt Fólk í Evrópu). Verkefnið tók að þróast næstu árin og er þetta árið eingöngu í samstarfi við Sjálfsbjörg.

Verkefnið hefur vakið verðskuldaða athygli. Fjallað hefur verið um það í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einnig hefur verkefnið verið tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem og hvatningarverðlauna Öryrkjabandalagsins.

Fyrsta myndskeiðið í ár er kynning á hinu árlega sumar-happdrætti Sjálfsbjargar, en dregið verður þann 24. júní nk. Myndskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu verkefnisins, www.oryrki.is. Fleiri myndskeið eru væntanleg í sumar.

Hægt er að fylgjast með á oryrki.is eða á Fésbókarsíðu verkefnisins: www.facebook.com/oryrki.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here