Hátíðarís fyrir 4 til 6

Nú fer að styttast í hátíð og þessi ís frá http://allskonar.is sómar sér vel á hátíðarborði.

Þessi ís er svokallaður semifreddo, orðið þýðir hálf frosinn eða hálf kaldur. Hann er fljótlegur og einfaldur og það þarf ekki ísvél til að búa hann til eða óteljandi ferðir í frystinn til að hræra upp í ísnum.

Hátíðarís fyrir 4-6

  • 3msk mjög sterkt kaffi (espresso uppáhelling)
  • 4 eggjarauður
  • 4 eggjahvítur
  • 100g sykur
  • 350ml rjómi
  • 150 gr súkkulaði

Undirbúningstími: 20 mínútur

Frysting: 12 klst lágmark(yfir nótt er best)

Klæddu 1L að innan með plastfilmu eða plastpoka.

Þú þarft 3 góðar skálar.

Settu kaffið, eggjarauður og sykur í skál og hrærðu vel saman.

Settu eggjahvítur í aðra skál og rjómann í enn eina skálina.

Þeyttu eggjahvíturnar þar til þær eru stífar.

Þeyttu eggjarauðublönduna þar til hún er þykk.

Þeyttu rjómann.

Blandaðu rjómanum varlega í eggjarauðublönduna, blandaðu þar næst eggjahvítunum út í rjómann og eggjarauðublönduna.

Saxaðu 100gr af súkkulaði af eigin vali og blandaðu varlega saman við íslbönduna.

Helltu í mótið og settu í frysti. Geymist í frysti í 1 mánuð.

Þegar þú ætlar að bera ísinn fram þá losarðu hann úr mótinu og flettir plastfilmunni utan af og skerð eða rífur niður 50gr af súkkulaði yfir ísinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here