Hátískuverðlaun veitt í Los Angeles

Nú hafa vinningshafar verið tilkynntir sigurvegarar á fyrstu tískuhátíðinni í Los Angeles en þar eru veitt verðlaun í hátísku Hollywood og á sér enga hliðstæðu. Verðlaun hlutu Jeremy Scott fyrir hönnun ársins í kvenfatnaði. Italo Zucchelli frá Calvin Klein fékk verðlaun fyrir hönnun ársins í karlmannsklæðnaði og Christian Louboutin fyrir skóhönnun ársins. Ariel Foxman fékk verðlaun fyrir tískutímarit ársins og Ann Caruso var stílisti ársins.

Kynnar á hátíðinni voru ekki af verri endanum en það voru þau Drew Barrymore, Dita Von Teese, Armie Hammer, Paul Marciano, Kanye West og fleiri, en hátíðin fór fram á Sunset Tower hótelinu í Los Angeles.

The DAILY FRONT ROW "Fashion Los Angeles Awards" Show The DAILY FRONT ROW "Fashion Los Angeles Awards" Show The DAILY FRONT ROW "Fashion Los Angeles Awards" Show

Daily Front Row hefur verið starfandi síðan árið 2001 og hefur lagt áherslu á hátísku alveg frá byrjun. Þau fylgjast með af fremsta bekk á tískusýningum, skoða bakgarða í Hamptons, fylgjast grannt með Óskarsverðlaununum og Golden Globes. Sérfræðingar vilja meina að þú sért ekki orðin stór í tískunni fyrr en þú hefur komist í The Daily. 

Moroccanoil® var stoltur styrktaraðili hátíðarinnar en vörurnar eru vel þekktar hér á landi en þær voru settar á markað fyrir 7 árum síðan. Vörurnar eru einstakar og þeirra einstöku formúlur gefa öllum týpum af hári, heilbrigt, glansandi, fallegt útlit. Í dag eru þessar lúxusvörur seldar í um 60 löndum um allan heim.

The DAILY FRONT ROW "Fashion Los Angeles Awards" Show The DAILY FRONT ROW "Fashion Los Angeles Awards" Show The DAILY FRONT ROW "Fashion Los Angeles Awards" Show

 

Myndir eru eftir Josh Norton frá Getty images

SHARE