Árstíðabundinn matseðill

Haust Restaurant á Fosshótel Reykjavík  er einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum á Íslandi. Hráefnin sem eru notuð í matseldina eru þau ferskustu sem hægt er að fá og maður finnur það í hverjum munnbita.  Einstakur veitingastaður í Reykjavík. Matseldin einkennist af ferskum, íslenskum hráefnum í nýjum og spennandi búningi.

 

Pálmi Jónsson hefur nýlega tekið við starfi yfirkokks á Haust og hefur búið til nýjan matseðil sem er svakalega vel upp settur og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég ólst upp í Danmörku og lærði til kokks þar. Þar skiptast veitingastaðir í tvo flokka. Það eru þeir sem kaupa fiskflök og svo hinir sem kaupa heilan fisk og nota hann allan. Það er ekkert skilið eftir,“ segir Pálmi þegar við kíktum á hann á Haust nýverið.

 

 

Pálmi segir mér að hann versli nautið beint frá býli. Hann velur sér skrokk og fær hann hálfan eða heilan og úrbeinar svo kjötið sjálfur.

 

 

haust-8027[379]
HÆGELDAÐ OG GRILLAÐ MÝRARNAUT BEINT FRÁ BÓNDA. SALT OG SÍTRÓNUBÖKUÐ SELLERÍRÓT. BRÚNAÐ SMJÖR MEÐ SÚRSUÐUM SINNEPSFRÆJUM OG STÖKKUM KAPERS. TIMJANGLJÁÐ RAUÐVÍNSSÓSA TIL HLIÐAR

 

 

„Fiskinn fæ ég aðallega frá einum manni fyrir vestan í Ísafjarðardjúpi. Hann útvegar mér innfjarðarækjuna sem við erum með á matseðlinum.” Rækjan er veidd með gömlum aðferðum og sjómaðurinn er sá eini sem notar þessa aðferð og Haust er eini aðilinn sem verslar af þeim í dag.

 

 

 

haust-8004[377]
ELDAÐUR ÞORSKHNAKKI, HVÍTLAUKSKARTÖFLUMÚS, SMJÖRSTEIKTIR SVEPPIR, GRILLAÐUR BLAÐLAUKUR OG REYKT HVÍTVÍNSSÓSA

 

Þessi nýji matseðill er gerður úr fyrsta flokks hráefni, hvort sem það eru forréttir, aðalréttir eða eftirréttir og augljóst að mikil hugsun er á bakvið hvern rétt. Á matseðlinum er hægt að velja sér þriggja rétta matseðil sem Pálmi kallar sjóferð, vetrarferð og grænmetisferð en hann segir að hægt sé að fá alla réttina Vegan ef fólk vill.

 

 

haust-8067[382]
LAGSKIPT SÚKKULAÐIKAKA MEÐ APRÍKÓSUGELI, MJÓLKURSÚKKULAÐIMÚS OG APRÍKÓSU SORBET

 

„Matseðillinn er árstíðabundinn og við leggjum mikla áherslu á tengingu við náttúruna og ef við getum notað íslenskt hráefni, gerum við það,“ segir Pálmi að lokum.

 

SHARE