Hefur aldrei hætt að drekka þrátt fyrir margar meðferðir

Villingurinn og fyrrum barnastjarnan Lindsay Lohan er komin aftur á MTV með þáttinn sinn Lindsay Lohan´s Beach Club. Samkvæmt RadarOnline segir að þó hún drekki ennþá sé hún búin að „róast mjög mikið“.

„Lindsay drekkur ennþá og hefur í raun aldrei hætt. Hún felur það bara þegar hún getur því hún vill ekki fá slæma umfjöllun í fjölmiðlum því þátturinn hennar er að fara í loftið fljótlega,“ segir heimildarmaður RadarOnline.

Sjá einnig: Lindsay Lohan óttaðist um líf sitt

Lindsay hefur nú þegar opnað klúbba í Aþenu og á Ródos og í þessum þáttum mun hún opna annan klúbb á Mykonos.

„Þættirnir eru um hennar líf og klúbbana. Auðvitað verður drykkja í gangi en hún er ekki að taka nein eiturlyf og er eins róleg og hún getur verið. Hún er í næturklúbbnum öll kvöld en hefur tekið sig saman í andlitinu fyrir þættina,“ segir heimildarmaðurinn og bætir við: „Áhorfendur munu sjá nýja hlið á Lindsay sem þeir hafa ekki séð áður. Hún er „bisness“kona og gerir það sem hún gerir best, að skemmta.“

 

SHARE