Hefur þú einhverntíma skammast þín fyrir þína foreldra? – Myndir

Auðvitað höfum við öll gert það, sérstaklega þegar við erum/vorum unglingar. Hver kannast ekki við að vilja ekki fara með mömmu í Smáralindina af því að maður gæti rekist á vini sína?
Rain er 16 ára strákur sem líkt og aðrir unglingar strögglar við að verða fullorðinn, með öllum þeim breytingum, góðum og erfiðum sem þessum aldri fylgja. Faðir hans Dale og mamma hans Rochelle voru vön að kveðja son sinn á hverjum morgni þegar skólabíllinn kom að sækja hann, með því að standa og veifa þegar hann lagði af stað.
Rain þoldi þetta ekki og sagði við mömmu sína: “Ekki láta pabba gera þetta aftur”.
Dale leit á þetta sem föðurlega áskorun og hinar bráðskemmtilegu myndir í myndasafninu sýna hvernig hann brást við.

embarrassed-1
Þetta eru Rain og Dale pabbi hans.

Burtséð frá því hvort að myndirnar eru skemmtilegar eða ekki, hvað finnst ykkur um grín pabbans?

SHARE