Hefur útlitsdýrkun náð nýjum hæðum?

Kona ein í Bandaríkjunum lenti í aðkasti þegar hún var að gera sér glaðan dag á ströndinni, og ástæðan? Jú málið var að hún er móðir fimm barna og ber þess merki á líkamanum. Kona þessi er með slitför á maganum og á sömu strönd og hún var á, voru einstaklingar sem fundu sig knúna til að gera athugasemdir um líkama hennar með því að benda, hlæja og þykjast sparka í hana. Hún ákvað að setja færslu inn á Facebook um þessa upplifun sína og fékk að vonum mikil viðbrögð. Hér má sjá það sem hún skrifaði:

“Mér þykir leitt að mín fyrsta tilraun síðastliðin 13 ár, til að sóla mig í bikiníi hafi fyllt þig viðbjóði.

“Mér þykir leitt að magi minn er ekki flatur og stinnur. Mér þykir leitt að magi minn er þakin slitförum.

Mér þykir EKKI leitt að líkami minn hafi hýst, verndað, fætt og nært FIMM yndislegar, heilbrigðar, skynsamar og frábærar manneskjur.”

Eftir að hún setti inn færslurnar á Facebook fann hún mikinn stuðning og fékk mjög mikið af skilaboðum sem tjáðu henni umhyggju, styrk og stuðnig. Hún sagði einnig:

Mér þykir leitt að hinn 33ja ára gamli, 57 kílógramma líkami hafi ofboðið þér svo að þú fannst þig knúinn til að benda, hlæja og þykjast sparka í mig.

Eitt máttu þó vita, að þegar ég horfði á þinn unga, fullkomna líkama var það eina sem ég gat fengið mig til að hugsa var: Hvaða magnaða og frábæra verk hefur líkami þinn gert?

Eitt annað máttu vita að ég náði að halda andlitinu og láta ekkert á sjá þó svo þú hafir gert lítið úr mér, ég lét sem það sem þú sagðir og gerðir snerti ekki við mér; en á heimleiðinni grét ég!”

body-image-elite-daily-

 

SHARE