Hefur verið handtekinn og færður í fangaklefa

Sölvi Tryggvason byrjaði starfsferil sinn í unglingavinnunni eins og svo margir hafa gert. Í dag vinnur hann hinsvegar í fjölmiðlum og er meðal annars með þáttinn Málið á Skjá Einum. Þetta eru gífurlega vinsælir fréttaskýringarþættir, þar sem Sölvi lætur til sín taka.

Sölvi er í Yfirheyrslunni í dag.

 

Fullt nafn: Sölvi Tryggvason
Aldur: 34 ára
Hjúskaparstaða: Hjúskaparstaðan er fín takk
Atvinna: Ég vinn sem freelance þáttagerðamaður og við handrita- og bókaskrif.

Hver var fyrsta atvinna þín? Fyrsta atvinnan var í ungingavinnunni þegar ég var 13 ára sællar minningar.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég man eftir nokkrum tískuslysum já, til dæmis strigaskóm við jakkaföt, joggingbuxum við skyrtu og fleira….en ef það plagaði mig ekki hefur það eflaust komið ágætlega út.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Ég á mörg leyndarmál….veit ekki hvort þau fylgja mer til grafar, en munu allavega fylgja mér einum eitthvað áfram.

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Ég man eftir einu skipti þar sem ég var töluvert óánægður með klippinguna mína þegar ég var unglingur….fannst rakarinn hafa tekið fullmikið og rakað af hátt upp í hvirfilinn…en ég steinhélt kjafti…

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Ég læt baðskápa fólks eiga sig ef ég mögulega stenst það

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Vandræðaleg atvik eru mörg, hláturskast í beinni, opin buxnaklauf í ræðu og fleira. Ekkert sem ég hef ekki lifað af samt.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Ég fer oft inn á liverpoolfc.com, dv.is, facebook, mbl, visir og fleira. Eg er netfíkill….

Hundur eða köttur? Köttur frekar en hundur.

Hefurðu verið ástfanginn? Já ég hef verið ástfanginn og hef verið svo heppinn að vera í samböndum með frábærum manneskjum.

Hefurðu brotið lög? Ég hef brotið lög já….meira að segja verið handtekinn og færður í fangaklefa…en það var þegar ég var ungur og vitlaus.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ég hef tárast í brúðkaupi já.

Hefurðu stolið einhverju? Ég hef stolið já, en sá strax eftir því og lærði snemma að það væri ekki gott fyrir sálartetrið að stela.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?Ég reyni að sjá ekki eftir hlutum, þannig að ég myndi engu vilja breyta úr fortíðinni nema þá því að ég hefði viljað gera sömu mistök…bara aðeins hraðar, þannig að ég gæti lært meira.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég verð væntanlega einhvers staðar á bumbunni í sól þegar ég verð gamall… en aðallega vona ég að ég geti horft til baka og verið viss um að ég hafi gert mitt besta í lífinu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here