Söngkonan Heiða Ólafsdóttir var að gefa út frumsamið lag og texta. Lagið heitir Spurningar og birti söngkonan þennan texta á Facebook síðu sinni í dag:

Lagið og textinn fjallar um samtal mitt við sjálfa mig (og kannski aðra sem hafa verið á sama stað) þar sem ég hef oft í lífinu verið leitandi og ekki nógu hugrökk og þorin að kýla á hlutina og fljót að rífa mig niður. Og hvernig við breytumst frá því að vera óhrædd börn yfir í ofhugsandi og alltof hrædda fullorðna einstaklinga. En í textanum er að finna pepp til þess að leita svara við öllum þessum stóru spurningum í lífi mínu, trúa á sjálfa mig og taka stökkið í átt að draumum mínum, litlum og smáum.
Lagið hefði aldrei komist alla leið hingað ef elsku Snorri Snorrason, minn uppáhalds, hefði ekki komið að því en hann er upptökustjóri lagsins sem þýðir í raun að ég spila nakið lagið fyrir hann og hann klæðir það í fallegan búning. Takk elsku ástin mín 
Og takk elsku Rebekka mín fyrir að kýla bara á að gera myndband í stuttu símtali okkar á fimmtudaginn í síðustu viku en við rukum út med det samme og bara gerðum’etta. You rock og ert svo hæfileikarík listakona!

Lag: Spurningar
Lag og Texti: Heiða Ólafs
Upptökustjórn/Producer: Snorri Snorrason
Video: Rebekka Ragnars Atladóttir

Here goes, fiðrildi í maga og gleði  Megið endilega deila og allskonar ef þið viljið.
Og nú skottast ég að hitta útvarpsnillinga landsins og leyfa öllum að heyra, en þið sjáið í færslu minni frá í gær hvar ég verð og hvenær í dag.
Much love til ykkar elsku facebook vinir!

SHARE