Heilbrigð en ekki fullkomin

Þessi kona birti myndir af sér á Imgur en hún vildi minna fólk á að heilbrigði þýðir ekki fullkomnun.

Að auki skrifaði hún:

„Við erum ekki Barbie-dúkkur. Við erum gerð úr holdi og blóði, líkamar okkar eru allir úr því sama. Ég hef unnið að því hörðum höndum að fá þennan líkama og ég er stolt af honum. Í heimi þar sem vinir manns birta myndir af sér sem sýna ekki rétta mynd af þeim, er gott að sjá smá raunveruleika til að halda markmiðum sínum eðlilegum. Það skiptir engu máli í hversu góðu formi þú ert, vertu stolt og elskaðu sjálfa þig. Settu þér markmið af því þú elskar líkama þinn en ekki af því þú hatar hann.“

y450f-woman-tummy

SHARE