DIY: Heimagerð gjöf frá hjartanu

Ég hef ekki gáð en ég er viss um að ef þú flettir upp hugulsemi í orðabók að þá kemur “heimagerð afmælis- eða jólagjöf” sem útskýring. Ok, kannski ekki en það ætti samt að vera þannig.

Mágkona mín átti afmæli um daginn og ég ákvað að gera litla krítartöflu handa henni. Ég átti smá viðarbút sem ég málaði með krítarmálingu. Maðurinn boraði svo 2 kengjur í viðarbútinn og setti fíngerða keðju á milli til að geta hengt töfluna upp. Ég bætti við krítarpenna og var komin með mjög sæta gjöf.

P.s. Ef þið eruð að vandræðast með hvað ég skrifaði á töfluna þá er það “Dreymdu, láttu svo draumana rætast”.

SHARE