Heimagert hrukkukrem – Sléttari húð á 7 dögum

Það eru til svo mörg hrukkukrem sem eiga að draga úr og yngja húðina upp á leifturhraða. Þetta krem er búið til úr efnum sem þú átt örugglega heima hjá þér nú þegar og á að virka eins og fyrir töfra.

 

Samkvæmt heimasíðunni sem ég fann þetta á, áttu að sjá mun á aðeins 7 dögum.

Þetta krem er einfalt, gefur húðinni raka, jafnar húðlitinn, minnkar hrukkur og hægir á öldrun húðarinnar. Kremið er bara úr náttúrulegum efnum og er því alveg skaðlaust og hentar öllum húðgerðum.

[stextbox id=”stb_style_736679″]

Uppskrift:

  • 1 msk möndluolía eða ólífuolía
  • 1 eggjarauða
  • 1 tsk hunang
  • 2 tsk Vaseline

[/stextbox]

Aðferð:

Byrjið á því að bræða Vaseline á gufu í nokkrar mínútur, takið það af hitanum og bætið hinum innihaldsefnunum við. Blandaðu þessu vel saman þangað til blandan er orðin jöfn. Heltu blöndunni í box og geymdu í ísskápnum. Ekki gera tvöfalda uppskrift því þetta eru svo náttúruleg efni að þú þarft að hafa þetta ferskt.

Sjá einnig: DIY: Settu blúndu í gluggann

Notkun:

Berið kremið á hreint andlit einu sinni á dag, a.m.k 2 tímum fyrir svefn. Nuddaðu andlitið rólega og mjúklega í 30 mínútur á meðan þú horfir á sjónvarpið eða dundar þér eitthvað. Þurrkaðu restina af kreminu af með vatni eða blautþurrku fyrir andlit.

 

Heimildir: Womendailymagazine

SHARE