Heimasíða dagsins

Hver elskar ekki tónlist og sjónvarpsþætti eða jafnvel sjónvarpsþætti með tónlist, um tónlist eða?

Æj þið vitið….en stundum er það til að æra óstöðugan þegar maður er að horfa á uppáhaldssjónvarpsþáttinn sinn eða á kvikmynd og eitthvað grípandi og gott lag er spilað sem að maður hefur ekki hugmynd um hvað heitir eða hver flytur. Og engin hjálp í goggle vinkonu.

Heimasíðan tunefind aðstoðar við leitina að tónlist sem spiluð er í  sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, þú finnur bara myndina eða sjónvarpsseríuna (og svo viðkomandi þátt) og þar eru lögin talin upp ásamt því atriði sem lagið var spilað í.

Hægt er að stofna aðgang í gegnum facebook. Allar færslur á síðuna eru skráðar inn af notendum hennar og geta notendur haft áhrif á hvort að lög sem nefnd eru séu rétt eða ekki.

Smelltu á tunefind hér 

1

SHARE