Heimili: Hvíti liturinn er alls ráðandi í þessari fallegu íbúð – myndir.

Þessi fallega íbúð tekur hvíta litinn alla leið og er einstaklega björt, opin og stílhrein. Veggirnir eru hvítmálaðir, viðargólfin hvíttuð og hlaðinn steinveggur í eldhúsinu er látinn njóta sín og einnig málaður hvítur.

Íbúðin er 65 fm, tveggja herbergja auk eldhúss og baðherbergis. Forstofan er lítil en leiðir okkur í rúmgóða og bjarta stofu, sem sameinar sjónvarpsherbergi og skrifstofu. Lofthæð er 2,5 metrar. Fataherbergi og lítið svefnherbergi setja svo punktinn yfir I-ið í þessari björtu og fallegu íbúð.

SHARE