Heimili og vinnustofa á einum og sama staðnum

Þessi glæsilega fasteign er samþykkt fyrir blandaða starfsemi og skráð sem íbúð/vinnustofa. Í íbúðinni eru 4 herbergi, þar af er eitt svefnherbergi og stór stofa og fremri hluti hennar er nýttur sem vinnustofa og verslunar/ sýningarrými með salernisaðstöðu.

c8461c3f9c04fb991997843ac0cdca9a-large

Gengið er inn í anddyri húsnæðisins af skjólgóðum svölum og þaðan er gengið inn í tvö rúmgóð ca. 20 fm herbergi. Annað herbergið er afmarkað með stórum rennihurðum og hefur að geyma mjög gott skápapláss og sér baðherbergi en hitt herbergið er sem stendur notað sem vinnustofa og þar er að finna rennandi vatn og tilheyrandi innréttingar. Bæði þessi rými er auðveldlega hægt að nýta sem rúmgóð svefnherbergi.

Sérsmíðuð innrétting er í eldhúsi og það er stórgott skápa- og borðpláss eins og sjá má.

f783a6af7b20d4f9c64ae813e8d3bc37-large

Á baðherberginu eru fallegar flísar sem gefa því hlýjan tón og það er bæði baðkar og sturta og svo skemmir ekki fyrir að það er hiti í gólfinu. Af baðherberginu er svo gengið inn í þvottahús. 

Yfir íbúðinni er einangrað háloft sem er ekki inni í fermetrafjölda og nýtist vel sem stór geymsla.

Þetta er einstök eign þar sem engu hefur verið tilsparað við að skapa létt leika og tryggja góða nýtingu rýma. Íbúðin var endurnýjað á vandaðan hátt 2011.

Hér má sjá fleiri myndir af eigninni

 Frekari upplýsingar um eignina gefa Þóra Birgis. 7772882 eða á thora@fastborg.is og Jóhanna í s. 662-1166 eða johanna@fastborg.is

 

Tengdar greinar: 

Krúttleg lítil íbúð í miðborginni

230 fm íbúð á tveimur hæðum í Kópavogi

SHARE