Heimilislaus maður bjargar lífi barns

Heimilislaus maður var hetja dagsins þegar hann bjargaði barni frá því að verða fyrir bíl. Konan sem var með kerruna sem barnið var í, missteig sig og datt og virtist ekki komast á fætur.

Kerran stefndi óðfluga á 4 akreina hraðbraut og það er svo á seinustu sekúndu sem maðurinn stekkur á fætur og stoppar kerruna.

Maðurinn, Ron Nessman, sat á bekk þarna rétt hjá en hávaðarok var þegar þetta gerðist. Hann sá kerruna koma og sagði eftir á: „Ég hafði engan tíma til að hugsa. Ég brást bara við.“

Ron hefur verið á götunni í 8 ár.

SHARE